Round Table er alþjóðlegur félagsskapur ungra manna á aldrinum 20–45 ára. Félagar eru úr hinum ýmsu starfsstéttum þjóðfélagsins. Í hverjum klúbbi eru aðeins 15-30 félagar, þ.e. fámennir klúbbar þar sem hverjum og einum er ætlað að taka virkan þátt í mótun félagsstarfsins. Hver klúbbur starfar mjög sjálfstætt og er fundarform frjálslegt.

 

Einstakir félagar eru tengdir RTÍ með klúbbi sínum, en allir klúbbarnir eiga aðild að fulltrúaráði sem kýs landsstjórn.

Tilgangur Round Table

Að sameina unga menn úr mismunandi starfsgreinum til að öðlast betri skilning á þjóðfélaginu og stöðu einstaklingsins innan þess.

Að lifa eftir einkunnarorðunum „Í vinnáttu og samvinnu“.

Að auka alþjóðaskilning og vináttu með aðild að Round Table International.

 

Klúbbarnir

Á Íslandi eru starfandi 16 RT klúbbar og eru félagar um 250 talsins.

 

Tæpur helmingur klúbbanna er á höfuðborgarsvæðinu en það eru starfandi klúbbar í flestum landshlutum. Fundir eru haldnir aðra hverja viku yfir vetrarmánuðina.

 

 

Fundarformið

Fundaformið sjálft og dagskrá mótar hver klúbbur að mestu sjálfur, en venjur hafa skapast um eftirfarandi atriði:

 

  • Kynningarhringur
  • 3 mínútur. Einn framsögumaður, allir tjá sig um málefnið, sem næst 3 mín
  • Fyrirtækjaheimsóknir
  • Fyrirlestrar sem fjalla um allt milli himins og jarðar
  • Starfsgreinaerindi